Hér að neðan er að finna veiðistaðalýsingar sem áður hafa birst í Sportveiðiblaðinu og eru þær elstu frá 1984. Verkinu er ekki lokið og sífellt bætast nýjar lýsingar við. Hér er textinn birtur óbreyttur frá því viðkomandi veiðistaðalýsing kom út á prentformi og reynt er að birta einnig myndir sem fylgdu. Að sjálfsögðu er höfunda og ljósmyndara getið þar sem það liggur fyrir.
Eins og gefur að skilja þá getur margt breyst frá því viðkomandi veiðistaðalýsing birtist, sérstaklega þær sem birtust fyrir árum eða jafnvel áratugum síðan. Áin sjálf, umsjónarmenn og veiðileyfasalar, aðgengismál o.sv.fr.. Ekki má heldur gleyma maðkinum. Margar þessar veiðistaðalýsinga eru skrifaðar þegar maðkur og sumum tilvikum spúnn var enn leyfður í viðkomandi á og að sjálfsögðu þarf að taka tillit til þess.
Það er von okkar að veiðifólk kunni að meta þessa nýjung og við þekkjum það flest að þegar farið er í nýtt veiðivatn þá eru allar upplýsingar vel þegnar.
Athugið að öll afritun og endurgerð er stranglega bönnuð nema náttúrulega til heimilis og einkanota.