Um blaðið

Sportveiðiblaðið - Málgagn veiðimanna

Um blaðið

Sportveiðiblaðið hefur komið út óslitið síðan 1982. Ritstjórinn, Gunnar Bender, á veg og vanda að útgáfunni og hefur staðið vaktina allan þennan tíma, þrátt fyrir að hart sé sótt að prentmiðlum eftir tilkomu internetsins. Með hjálp lesenda, áskrifenda og auglýsenda munum við halda áfram og það er okkar trú að veiðimenn vilji eiga kost á því að geta handleikið efni um áhugamálið í prentuðu formi.

Sportveiðiblaðið útgáfufélag ehf. kt: 640719-0280 er rekstraraðili útgáfunnar.

Markmið og gildi

Okkar markmið eru að gefa út vandaðar og fjölbreyttar greinar, og viðtöl við bæði stanga- og skotveiðimenn sem byggja upp góða arflegð til sagnfræðinga framtíðarinnar.

Við kappkostum við að útgáfa okkar sé eins umhverfisvæn og kostur er. Óseld blöð fara í endurvinnslu og prentum er í höndum Svansvottaðar prentsmiðju.