Langadalsá í Ísafjarðardjúpi

Langadalsá í Ísafjarðardjúpi
Eftir Þorleif Pálsson
Langadalsá í fyrrum Nauteyrarhreppi rennur um Langadal innst í Ísafjarðardjúpi og tilheyrir nú Hólmavíkurhreppi eftir sameiningu þessara tveggja hreppa. Áin á ós með Hvannadalsá og Þverá úti við Nauteyri. Langidalur, sem liggur því sem næst frá norðri til suðurs, er fallega gróinn með kjarri, fjalldrapa, víði og graslendi í hlíðum og á láglendi.
Langadalsá á upptök sín á Þorskafjarðar og Steingrímsfjarðarheiði og kemur þar úr vötnum og lækjum. Stærstu vötnin eru Gedduvatn og Högnavatn eða -vötn. Í öllum þessum vötnum er bleikja ekki í miklu magni en oft hinir vænstu fiskar. Af heiðunum niður í Langadal er veruleg fallhæð með háum fossum og ófiskgengt með öllu. Þar sem Langadalsá tekur vatn af allstórum heiðalöndum er hún oft fljót að vaxa er rignir og getur hækkað um tvö til þrjú fet yfir nótt eða hluta dags. Þegar komið er niðurá láglendi eru um 20 kílómetrar til sjávar og kemst fiskur þá leið alla án hindrana því að engir fossar eru Í ánni, aðeins smáflúðir á nokkrum stöðum. Láglendið í dalnum skiptist í sléttar, grónar grundir og mela þar sem áin hefur grafið sig Langadalsá í fyrrum Nauteyrarhreppi rennur um Langadal innst í Ísafjarðardjúpi og tilheyrir nú Hólmavíkurhreppi eftir sameiningu þessara tveggja hreppa. Áin á ós með Hvannadalsá og Þverá úti við Nauteyri. Langidalur, sem liggur því sem næst frá norðri til suðurs, er fallega gróinn með kjarri, fjalldrapa, víði og graslendi í hlíðum og á láglendi. niður í framburð jökla en alls staðar er mjög greiðfært um dalinn. Ain hefur valið sér leið um hann miðjan en slær sér hér og þar undir aðra hvora hliðarrótina, þó frekar með austurhlíðinni. Merktir eru nær fjörutíu veiðistaðir í Langadalsá og í ánni veiðist bæði lax og bleikja.
Svæði 1
Frammi á Langadal er áin fremur lygn og nokkuð bugðótt. Á þessu svæði eru margir fallegir veiðistaðir svo sem Símahylur, Skeggjastaðafljót, Bráksfljót og Garðbrot. Þarna rennur áin um grösugar sléttur og hefur á sumum stöðum grafið sig djúpt niður í móhelluna. Það er vel þess virði að labba þarna með ánni, bæði í von um lax og bleikju, en frekar lítil veiði er á þessu svæði. Hefðbundnir veiðistaðir eru ekki fyrr en kemur að Efrabólsá sem rennur úr vestri í Langadalsá. Þar er áin frekar breið, straumlítil og viðkvæm.
Síðan tekur við nokkur hundruð metra langur kafli með samliggjandi veiðistöðum. Efst er Beygjan en frá henni er um 100 m langt fljót sem rennur þvert á dalinn. Malarhryggir liggja þarna langs eftir ánni á víð og dreif og mynda misdýpi og liggur laxinn við þessa hryggi. Þarna er alltaf fiskur en eins og áður segir er þetta mjög viðkvæmur staður og gefur bestá flugu er vindur gárar vatnsflötinn.
Neðar, þar sem áin tekur beygju niður dalinn, er Efrabólsfljót. Efrabólsá rann þar áður í Langadalsá. Skammt neðan við beygjuna hefur áin fyrir fáum árum grafið sig niður úr móhellubotninum og myndað hyl sem fiskur er nú farinn að leggjast í að staðaldri og veiðist oft vel.
Örlítið neðar tekur við Grásteinsfljót sem dregur nafn sitt af stórum steini í miðju fljótinu. Fljótið er breiðara en áin fyrir ofan og neðan miðað við eðlilegt vatnsmagn og þarna er alltaf fiskur, sérstaklega við Grástein, og liggur þá fast við steininn.
Þegar áin þrengist aftur fyrir neðan Grástein taka við svokölluð Þrengsli (Trekt). Þetta er góður tökustaður og fiskur, sem þarna liggur, er yfirleitt viljugur að taka fluguna. Laxinn er oft á hreyfingu alveg frá Þrengslum og upp í Beygju og hægt að hitta á hann hvar sem er á þessu svæði. Einkum hopar laxinn af efri hlutanum niður í Þrengslin er vex í ánni. Eitt sinn, er ég var þarna við veiðar með félaga mínum, Páli Sturlaugssyni á Ísafirði, urðum við varir við nokkuð af fiski á þessu svæði en veður var stillt og fiskurinn mjög styggur. Eina nóttina rigndi töluvert og þegar við komum að ánni morguninn eftir hafði hún vaxið um eitt til tvö fet. Frammi í Þrengslum sáum við strax þó nokkuð af fiski. Við vorum tveir saman með eina stöng. Ég var fisklaus eftir einn og hálfan dag að félagi minn lét mig hefja veiðar. Þar sem svæðið er viðkvæmt kastaði ég flugulínunni niður með bakkanum min megin meðan ég var að lengja í. En línan var varla komin fimm metra frá stangaroddi er lax rauk á fluguna. Ég náði honum strax upp úr Þrengslunum upp í Grásteinsfljót og þreytti hann þar. Á rúmum tveimur klukkustundum settum við félagarnir þarna í níu laxa á flugu og náðum átta þeirra. Síðustu tvo laxana misstum við niður úr Þrengslunum og hefur það trúlega orðið til þess að ekki tóku fleiri fiskar, en þarna voru að minnsta kosti 25-30 laxar. Þetta var fallegur morgun; átta laxar, allir á flugu, sá minnsti var 9 pund en hinir allir 12-15 pund. Þrengslin eru mér afar kær og þaðan á ég margar góðar minningar þótt aflabrögð hafi verið mismunandi. Að standa við Þrengslin seint í september og horfa upp í austurhlið Langadals, þar sem vex bæði birkikjarr og viðir og berjalyng af öllum tegundum, er eins og að vera hluti af listaverki náttúrunnar.
Frá Þrengslum að næsta veiðistað, Iðusteinum, eru um 300 metrar. Þá leið rennur áin nokkuð stríð og fáir ef nokkrir lequstaðir, þó helst rétt ofan við Iðusteina. Iðusteinareru skammt fyrir ofan Efribrú sem er efst af þremur brúm yfir Langadalsá. Allt frá Iðusteinum niður allt Brúarfljót, sem er um 100 metra langur hylur, getur legið fiskur hvar sem er.
Neðst í Brúarfljóti er fallegt brot niður af gamla veiðihúsinu, Bakkaseli, og undanfarin ár hefur verið töluvert af bleikju þar eftir mitt sumar. Hún er oftar en ekki fús til að taka smáar flugur. Síðastliðin ár hefur bleikjuveiði verið vaxandi í ánni, sem og laxveiði. Bleikjan er sjógengin og hið mesta lostæti.
Litlu neðar er Túnfljót er var með betri veiðistöðum í Langadalsá en hefur dalað nokkuð í seinni tíð. Það er fallegt fljót, byrjar við grunnt brot og heldur nánast sömu breidd niður allan hylinn og endar síðan í breiðu þar sem áin skiptir sér í tvær kvíslar. Rétt ofan við mitt fljót er stór steinn og eru tökustaðir bæði fyrir framan hann, þvert af honum, vestan megin, og nokkru neðar heldur nær vesturlandinu. Þessi steinn hefur oltið nokkra metra niður ána, trúlega undan klakastíflu, eina tvo vetur í röð, en það virðist ekki hafa haft áhrifá legustaði. Undanfarin haust hefur klakfiskur verið tekinn úr Langadalsá, m.a. úr Túnfljóti og í lok september 1999 kom þar í ádrætti 25-26 punda hængur, sem hefur ekki verið undir 30 pundum er hann gekk í ána um sumarið. Laxastofn árinnar hefur alla tíð verið vænn fiskur og ekki frásagnarvert að fá þar 12-16 punda fiska. Þetta svæði frá Beygju niður í Túnfljót er fengsælasta svæði árinnar og ber trúlega uppi um 60% af veiðinni ár hvert.
Neðan Túnfljóts tekur við veiðistaðurinn Kvörn og síðan nokkuð langur kafli þar sem áin er frekar breið og grunn. Þar eru nefnd Grundarfljót, Kvíslafljót og Stórhólmafljót. Fiskur fékkst helstá þessu svæði í göngu en nú hefur orðið þar breyting á og s.l. sumar var góð veiði í öllum þessum fljótum, sem og nýjum veiðistað ofan Grundarfljóts. Sá veiðistaður gengur undir nafninu Hálfellefu þar sem hann er á milli veiðistaða númer tíu og ellefu. Góður veiðistaður var neðarlega á þessu svæði lengi vel er nefndur var Hornvík en áin hefur nú fyllt hann af möl og flutt sig á grunnar klappir. Ég sakna Hornvíkur, þaðan á ég góðar minningar um baráttu bæði við lax og vænar bleikjur. Straumur var stríður við vesturbakkann og dypið þar en grunnt frá austurbakka út fyrir miðja á. Því voru tökur er veitt var frá vesturbakka mjög kröftugar og oftar en ekki taka á yfirborði.
Svæði 2
Nú erum við komin að veiðistað þar skömmu neðar er heitir Melbarð. Á þessu svæði hefur áin rutt sér leið um mela og eru bakkar hennar víða um 10-15 m háir en hvergi til mikilla vandræða. Þetta er fallegur staður og geymir oftar en ekki fisk fram yfir mitt sumar en síður að hausti. Þessi veiðistaður endar í smábroti en þar fyrir neðan er stór breiða þar sem oft er góð bleikjuveiði.
Langafljót kemur svo næst. Það er minna stundað en skyldi en ekki ber að vanmeta neinn veiðistað árinnar því að oft eru sveiflur á milli ára hvar fiskurinn stoppar. Síðan þar neðar koma Fremri-Bakkafljót og Kirkjubólsfljót sem erá móts við bæinn Kirkjuból vestan árinnar en bærinn Fremri-Bakki, sem er eyðijörð, er að austanverðu. Þessa staði borgar sig að vitja um, einkum Kirkjubólsfljót, þar er alltaf slangur af fiski.
Hér fyrir neðan er nokkuð langur kafli þar sem áin breikkar aftur og grynnist þar til komið er í Hesteyrarfljót. Þar rennur áin þvertá dalinn, frá austri til vesturs. Hesteyrarfljóti, sem er nokkuð langt og dýpra en menn halda við fyrstu sýn, er alltaf fiskur, frá vori til hausts. Á öðrum bakkanum er slétt malareyri og oftast veitt af því landinu en nokkuð hár og brattur bakki á móti og tún þar fyrir ofan. Þarna gefur flugan hvað best og eru tökustaðir allt frá stöku steinum efst í fljótinu, á móts við túnhornið efra, fram af stórri grastorfu í bakkanum og nokkru þar neðar.
Næst ber að nefna stað stuttu neðan við Hesteyrarfljót sem Brekkubugur heitir, þarna er oft fiskur er liggur við staka steina í bugnum. Fram undan veiðihúsi Veiðifélags Langadalsár er fallegt fljót sem kallast Brekkufljót. Það er breitt og straumlitið, dýpið aðallega við vesturbakkann og út undir miðja á. Fáir fiskar hafa veiðst þarna síðustu árin en í sumar sem leið var töluvert af fiski í fljótinu og má það sama segja um önnur slík fljót á s.l. sumri. Erfitt er oft að koma auga á fisk þarna og eins er hann oft styggur en ekki er alltaf allt sem sýnist. Því til staðfestu má segja frá eftirfarandi atburði: Ég var einn við veiðar í ánni, veiðihópurinn sem þarna átti að vera forfallaðist á síðustu stundu og ekki var hægt að fylla í skarðið með svo litlum fyrirvara. Þetta var um 20. ágúst og fiskur farinn að þétta sig. Er ég kom að fljótinu var sólarlaust, austan andvari og gára, sem eru kjöraðstæðurá þessum stað. Eg byrjaði að kasta flugunni ofarlega í fljótinu og vann mig hægt niður eftir. Fljótlega lygndi og tók ég mér þá hvíld um stund, skreið niður vesturbakkann sem er um einn og hálfur metri á hæð og reyndi að skyggna fljótið. Eg gat ekki merkt að þarna væri fiskur, aðeins var að sjá dökka gróðurflekki í botni. Um það leyti sem ég var að standa upp tók ég eftir að loftbólur stigu upp frá einum þessara dökku flekkja. Ég hafði einu sinni séð slíkar bólur stiga upp af fiski og gerði mér nú vonir um að um eitthvað slíkt væri að ræða þótt ég sæi engan fisk þrátt fyrir að nokkuð gott væri að skyggna ána. Eg dokaði við í von um að smáandvari kæmi aftur sem og varð eins og oft er títt í austanátt í Langadal. Er flugan fór yfir flekkinn góða lyfti sér fiskur og tók fluguna. Fekkurinn splundraðist því að þarna voru allmargir fiskar er lágu svo þétt og svo fast við botn að ekki mátti sundur greina. Ég náði ekki þessum fiski en setti þarna alls í þrjá laxa og landaði tveimur þeirra og þá var veiðitíminn úti. Margt er hægt að læra af tilviki sem þessu.

Nokkru neðar er veiðistaðurinn Nýjafljót. Hér áður var oft fiskur í þessu fljóti en eftir að veiðihúsið var reist þarna hefur umferð aukist og er sjaldan sjáanlegur fiskurá þessum stað. Bugur er rétt neðan Nýjafljóts og síðan þar nokkru neðar Neðri-Bakkafljót sem er fram undan bæjarhólnum á Neðri-Bakka en þar er nú aðeins sumarbústaður.
Hin síðari ár hefur lítið verið af fiski á þessu svæði, nánast eingöngu er hittist á göngufisk. Þó bar á því s.l. sumar að fiskur væri aftur farinn að liggja í Neðri-Bakkafljóti og er legustaðurinn um mitt fljót nær austurbakkanum. Nokkuð hundruðum metra neðar kemur fljótlega að mestu fallhæð í ánni ef um fall er hægt að tala. Ain fellur á flúðum niður að Brúarstreng sem er veiðistaður fyrir ofan svonefnda Neðribrú sem er gömul, steinsteypt bogabrú. Hér er einn gjöfulasti veiðistaður í neðri hluta árinnar í dag. Ég er þess fullviss að hann geymir alltaf eitthvað af fiski, að minnsta kosti fer ég nánast aldrei fisklaus frá þessum stað. Góður flugustaður. Ekki virðist skipta máli frá hvorum bakkanum er veitt með flugunni en varast þarf að taka fluguna of fljótt upp úr vatninu því að þarna á laxinn til að taka alveg upp undir landi. Straumurinn er þannig að flugan fer yfirleitt mjög hratt yfir legustaðinn svo að laxinn fylgir vel á eftir og lætur til skarar skriða er hægir á agninu.
Svæði 3
Segja má að Brúarstrengur og Neðribrúarfljót séu einn samhangandi hylur, aðeins brúin yfir skiptir þessum veiðistöðum og þarna rennur áin milli klettaveggja. Í fljótinu er yfirleitt ekki legufiskur en göngufiskur stansar þar tíðum eins og oft vill verða fyrir neðan brýr. Þarna er stundum hægt að fá góða veiði, einkum fyrrihluta dags. Fyrir neðan Neðribrúarfljót rennur áin nokkuð breitt og grunnt og þar er veiðistaður er nefnist Gunnlaugsbrot.
Þar stuttu neðar er komið í Klettshyl og Klapparhyl. Þeir eru klassískir staðir í Langadalsá og mikið stundaðir. Klettshylur, sem er ofar, er góður fluguveiðistaður með tökustöðum í neðri hluta hylsins. Klapparhylur er erfiðari fyrir flugu en nokkuð gjöfull og gaman að nota þar gárutúpu. Í Klapparhyl eru margir stórir steinar og erfitt að koma flugu niður að fiski. Milli þessara hylja er smástallur er kemur best í ljós þegar vatn er fyrir neðan meðallag í ánni. Hann lætur ekki mikið yfir sér en geymir oft fisk þó ótrúlegt sé og er vel þess virði að gefa honum gaum.
Nú tekur við upp undir kílómetra langur kafli sem nánast ekkert er veiddur, þar til kemur niður í Stórabug. Stóribugur er fallegur veiðistaður sem byrjar í smáflúð eða þrepi og áin er jafnbreið allan hylinn. Þarna stansar göngufiskur fyrri hluta sumars en ég veit líka dæmi þess að undir lok veiðitíma hafa oft veiðst þarna stórir, þrællegnir fiskar. Þegar gott vatn er í ánni myndar hún mjög keimlíkan veiðistað í framhaldi af Stórabug en þar er frekar grunnt að öllu jöfnu.
A þessu svæði rennur áin þvert á dalinn en er hún réttir sig af aftur tekur við veiðistaður sem hlotið hefur nafnið Pokastrengur. Þar þrengist áin verulega og myndar fallegan streng með stórgrýttum botni. Nafngiftin er til komin af því að einu sinni sem oftar var aldinn félagi í Stangaveiðifélagi Ísfirðinga, Pétur Bjarnason, að veiðum í þessum hyl. Það tók hjá honum góður fiskur og er hann varð að þreyta laxinn rak tóman áburðarpoka niður ána, pokinn lagðist á línuna og rann síðan niður að fiskinum sem losnaði af. Þar með var nafnið komið á veiðistaðinn.

Næst komum við að veiðistað er gengur undir nafninu Bolli og er efsti veiðistaður í gljúfrum sem við köllum svo. Þarna rennur áin milli klettaveggja og malarbakka en aðkoma er yfirleitt góð. Bolli er skemmtilegur staður með samfelldri breiðu frá austurbakka yfir fyrir miðja á en djúpum bolla ofarlega í hylnum að vestanverðu. Fiskur getur legið hvar sem er í þessum hyl og er ekki alltaf mjög sjáanlegur.
Skammt fyrir neðan er Landamerkjafljót, þar þrengist áin, að austanverðu er klettaveggur en lágar klappir mynda vesturbakkann. Við þetta fljót eru landamerki jarðanna Neðri-Bakka og Tungu. Frekast er von á göngufiski í þessum hyljum báðum og þeim neðsta í Gljúfrum er heitir Melhorn. Þaðan niður Í ós eru aðeins merktir tveir veiðistaðir.
Á þessum lokakafla til sjávar kvíslast áin um malareyrar og myndar fáa veiðistaði. Miðja vegu frá Melhorni niður að nýrri brú yfir Langadalsá er veiðistaðurinn Klöpp sem gaf vel í nokkur sumur en hefur tekið breytingum í vatnavöxtum og dalað síðari árin.
Neðsti veiðistaður Langadalsár niðri undir ósi er Símahylur. Eins og nafnið bendir til lá símalína þar yfir ána áður fyrr. Sjór fellur upp í þennan hyl á flóði, þó ekki þegar smástreymt er. Þarna er gjarnan bleikja en dyntótt eins og títt er í blöndu af sjó og fersku vatni. Einn og einn laxá það til að taka í þessum hyl. Mín reynsla er sú að bleikjan taki best í lok útfalls eða í upphafi flóðs.
Í Langadal er fjölbreytt fuglalíf. Eitt sinn, er ég var niðri við ósinn í upphafi veiðitíma, heyrði ég mikinn hvin í lofti og einar átta margæsir skelltu sér niður á ána nokkra metra frá mér. Ég hélt fyrst að þær hefðu ekki séð mig þar sem klæðnaður minn félli svo vel að umhverfinu en er mér var litið upp sveif þarna yfir okkur fallegur fálki. Ég var víst ekki einn við veiðará ósasvæðinu í það skiptið.
Eins og áður hefur fram komið er mjög góð aðkoma alls staðar að Langadalsá. Vegur liggur með ánni um allan dalinn og yfirleitt örstutt frá bíl að veiðistöðum. Hægt er að vaða hvar sem er yfir ána við eðlilegar aðstæður en að sjálfsögðu varasamt í vatnavöxtum. Margur veiðimaður hefur sótt Langadalsá heim sumar eftir sumar í áratugi og er fljótur að fyrirgefa þótt aflinn sé á stundum minni en vonir stóðu til, slík er fegurð og friðsæld Langadals. Dalurinn er allur fallega gróinn og síðla sumars má tína þar aðalbláber, bláber og krækiber, sem og einiber á stöku stað. Haustlitir í Langadal eru eins og listaverk færustu málara þegar birki og fjalldrapi skipta litum, víðirinn qulnar og berjalyngið roðar hlíðar og móa.
Höfundur er bæjarritari hjá Ísafjarðarbæ og stjórnarmaður í Veiðifélagi Langadalsár og Stangaveiðifélagi Ísfirðinga.