Húseyjakvísl

Húseyjakvísl
Eftir Valgarð Ragnarsson
Húseyjarkvísl í Skagafirði er bergvatnsá sem rennur í vestanverðum firðinum. Laxveiðisvæðið nær frá Reykjarfossi við Vindheima niður að Varmahlíð. Silungasvæðið nær frá Varmahlíð og niður að ósum Héraðsvatna við Stóru-Gröf. Meðalveiði á laxasvæðinu er um 100 laxar á tvær stangir. Eingöngu er leyfilegt að veiða á flugu í ánni. Eftir 20. ágúst er skylt að sleppa öllum laxi.

Efsti veiðistaðurinn á laxasvæðinu er Reykjarfoss og þegar ánni var breytt í fluqguveiðiá töldu menn að þessi staður dytti út en það var nú öðru nær. Fossinn er einhver skemmtilegasti staðurinn í ánni, drauma hitch-staður. Hann er veiðanlegur allt frá hvítfryssi þar sem fyrsti tökustaðurinn er og alveg niður á blábrotið. | miðjum stokknum, sem fossinn fellur ofan í, myndast ólga og þar er einn besti tökustaðurinn í hylnum. Í göngu liggur oft lax á grynningum austan megin, rétt fyrir ofan brotið.
Næsti veiðistaður er Fossholan og hún er erfiður flugustaður. Eina leiðin til að veiða hana vel er að vaða yfir ána rétt fyrir neðan fossbrotið og veiða frá eystri bakkanum. Þessi staður geymir oft fisk en yfirleitt er erfitt að ná honum upp. Fiskurinn liggur gjarnan austan megin Í rennu og útilokað er að fá gott rek á þá fiska frá vesturlandinu.
Gullhylur er einn fallegasti þekktasti veiðistaðurinn á laxasvæðinu. Hann er mjög viðkvæmur, rennur í gljúfri og ef veiðimenn eru að kíkja í ána er yfirleitt búið að klúðra staðnum. Fiskurinn á mjög gott með að fela sig eftir að hann fælist þar sem hylurinn er að miklu leyti mjög djúpur stokkur með klappabrúnum báðum megin. Fiskurinn hverfur oft undir þessar klappir og hangir þar tímunum saman. Sumum veiðimönnum hefur tekist að pjakka fiska upp undan klöppunum með Teeny-línum og túpum. Hefur reynst best að veiða hylinn frá eystri bakkanum. Tökustaðirnir eru þrir í Gullhyl. Efst í honum er áin rúmlega mittisdjúp og hellingur af grjóti í botninum. Þar eru oft tökufiskar. Þessa fiska hefur reynst best að túpa upp en Bjarni Róbert veiðifélagi minn fékk fyrir nokkrum árum 19 punda laxá White Wing númer 16 og gáruhnút. Í vesturbakkanum er smávik í klöppina. Þar liggja stundum laxar og þeir taka oftast strax. Besti tökustaðurinn er neðarlega, þar er klapparsker úti í miðri ánni og fyrir framan það liggja þeir fiskar sem eru líklegastir til að taka. Fiskar geta svo legið ofan á klöppinni og allt í kringum hana. Seint á haustin liggur fiskur langt niðurá reiðuna fyrir neðan hylinn.
Eftirminnilegasta atvik á þessum stað er þegar ég var með Mel Krieger að veiða. Karlinn varð stanslaust var fyrir framan klöppina og ég gafst upp og skreið upp á litla klöpp. Þá sá ég að það var stór tveggja ára lax, að ég hélt, alltaf að elta túpuna. Ég kallaði á Mel og sagði honum að hann yrði að setja á sökkenda til að fá fiskinn til að taka. Mel kallaði: „Eitt kast í viðbót!" Svo kastaði hann og kippti stönginni aðeins aftur í lok kastsins. Túpan skaust til baka, sökk eins og steinn, kom svo beint á nefið á fiskinum og hann smellti sér beint á hana. Upphófst svo þessi rosabardagi. Eg stóð í þeirri meiningu að baráttan væri við ca. 12 punda lax og furðaði mig á því að einn af þekktustu gúrúum veiðiheimsins ætlaði að vera allan daginn að landa þessum fiski. Eftir um það bil hálftíma tókst Mel að hifa fiskinn upp úr dýpinu og ég sá á bakið á honum og sá að þetta var sjóbirtingur. Og þvílíkt dýr! Þegar við mældum hann var hann 90 cm og hafði Mel orð á því að svona birtingur væri að minnsta kosti skráður 20 pund í Rio Grande.
Laxhylur er besti veiðistaðurinn á laxasvæðinu og gefur alltaf stóran hluta af veiðinni. Þessi hylur er einhver skemmtilegasti flugustaður sem ég hef veitt og maður fær það á tilfinninguna að skaparinn sé fluquveiðimaður þegar maður veiðir þennan stað. Ekki er óalgengt að menn veiði ekki aðra staði á A-svæðinu, þeir geta hreinlega ekki yfirgefið þennan stað. Hylurinn er tiltölulega grunnur og fiskurinn er mjög tökuglaður í honum. Fiskar veiðast frá stórum steini sem er efst í vesturbakkanum og alveg niður að stórum steini sem stendur stakur í austurbakkanum. Aðaltökustaðurinn er út af klöpp sem er einnig í vesturbakkann. Á móti klöppinni í austurbakkanum er stór steinn á kafi. Við hann liggja oft fiskar og þá fiska fæla menn oft. Töluvert fyrir neðan klöppina gárar lítillega af tveimur steinum sem eru í kafi og það er besti bletturinn á haustin. Það er nauðsynlegt að byrja að veiða staðinn af eyrinni og vaða ekki út í fyrr en búið er að veiða eina umferð. Þarna virðast allar veiðiaðferðir gefa; stripp, dauðarek, hitch, túpur, stórar flugur og litlar. Þarna liggja oftast stærstu fiskar árinnar og staðurinn gefur oft mjög stóra birtinga líka.
Túnhylur er næsti veiðistaður. Þessi staður hefur ekki gefið marga fiska undanfarin ár en Í gamla daga var þetta góður staður. Þegar fiskar liggja þarna eru þeir út af seiðabústað sem er í vesturbakkanum. Garðar er staður sem varð til þegar seiðabústaðir voru gerðir í ánni og gefur einn og einn fisk í göngu og liggur hann þá beint niður af görðunum. Þennan stað borgar sig að veiða en eyða ekki miklum tíma í hann.
Laugarhylur heldur sjaldan laxi nú orðið. Í gamla daga veiddist vel í þessum hyl en straumfarið hefur eitthvað breyst og hann gefur sjaldan fisk. Þó veiddust nokkrir laxar í honum í sumar enda mikið magn af fiski í ánni.
Svo koma Laugarstrengir og eru þeir þrir. Efstu tveir geyma fisk í göngu og hef ég fengið nokkra sjóbirtinga þará haustin. Neðsti strengurinn er mjög góður og vanmetinn staður. Laxinn liggur frá grjótum sem eru í austurbakka og niður að rafmagnslínu sem liggur yfir ána. Fiskur getur verið um allan strenginn en besti tökustaðurinn er við vesturbakkann, um miðjan strenginn. Í sumar setti Valgeir í stórlax í neðsta Laugarstrengnum og þar varð einn svakalegasti bardagi sem ég hef heyrt um síðustu ár. Hann setti í stærðarhnæng um áttaleytið, og barðist við hann í þrjá klukkutíma. Þá skilaði risavaxinn laxinn flugunni með alla króka uppbeygða. Valgeir var vopnaður tvíhendu og var hann oft búinn að koma laxinum að bakkanum en vonlaust reyndist að koma honum upp á land. Um hálftíuleytið var orðið mjög dimmt svo að hann sendi veiðifélagann niður í Varmahlíð til að kaupa vasaljós svo að hægt væri að halda bardaganum áfram. Stóran hluta af bardaganum lá laxinn eins og klettur úti Í miðri ánni án þess að veiðimaðurinn og tvíhendan næðu að hreyfa hann. Rétt fyrir ellefu tókst Valgeiri að koma risanum að landi og var nokkuð viss um að með aðstoð veiðifélaga og vasaljóss næðu þeir að koma hængnum á land. Þegar hann fór að finna fyrir mölinni tók hann eitt vink með blöðkunni og skilaði flugunni uppbeygðri til eigandans.
Laufáshylur er mjög djúpur hylur og myndi maður ætla að fiskurinn lægi neðst í honum á fallegri breiðu. Það er þó öðru nær og liggur laxinn mjög ofarlega þar sem staðurinn byrjar að dýpka. Oft er sjóbirtingur þarna, í dýpinu í miðjum hylnum. Það liggja ekki margir laxar í þessum stað en þeir eru oft stórir og sáu menn og settu í griðarstóran lax þar í sumar.
Toggi er næsti hylur og varð til þegar torfur hrundu úr bakkanum fyrir nokkrum árum. Sum ár er hann mjög góður og önnur slakur. Hann hefur gefið bæði lax og sjóbirting siðustu þrjú árin. Tökustaðurinn er síbreytilegur vegna þess að torfur hrynja ofan í hann á hverju ári en oftast er fiskurinn ofarlega þó svo að menn hafi fengið fiská breiðunni neðst.
Kamarhylur ekki ósvipaður Togga. Þar er mikið af torfum sem hafa hrunið úr bakkanum. Fiskurinn liggur frá girðingu á eystri bakkanum og alveg þangað til að áin fer að renna í vestur. Bæði eru lax og birtingur í hylnum. Besti tökustaðurinn er frá girðingunni og 10 metra niður. Kamarhylur geymir alltaf lax frá vori fram á haust.
Skuggi er fyrst og fremst göngustaður en heldur þó sum ár fiski allt tímabilið. Hann gefur ekki marga laxa en það er mjög gaman að fá lax í honum vegna þess hve grunnur hann er. Lækur rennur út í ána við Skugga og út af og niður undan honum er smáhola í botninum og þar er tökustaðurinn.

Klapparhylur er næstbesti staðurinn á laxasvæðinu, nánast fullkominn flugustaður. Mjög langur og rekið í honum er frábært. Í hylnum er alltaf lax, sama hvað veiðin dettur niður. Lax getur legið frá beygjunni þar sem Skuggi fellur í Klapparhylinn og niður fyrir stóran stein sem er á kafi í miðri ánni þrjátíu metrum neðar. Aðaltökustaðurinn er við þennan stóra stein og er nauðsynlegt að fara hægt yfir og veiða vel. Laxinn liggur allt í kringum steininn og algengt er að takan komi mjög nálægt austurlandinu. Alls ekki á að fara upp á klöppina á vesturbakkanum og kíkja, því nánast undantekningarlaust fælast fiskarnir þá. Oft liggja líka laxar út af stórum steini sem liggur ofarlega í vesturbakkanum en það er þó meira í göngu. Ofarlega í vesturlandinu er steinn og við hann liggur oft lax. Klapparhylinn er nauðsynlegt að veiða mjög vel og hef ég oft lent í góðri kvöldveiði í honum eftir að hafa ekki hreyft lax í honum yfir daginn.
Klapparkvörn er við vesturbakkann, fyrir neðan Klapparhyl. Þarna er sjaldan lax en um að gera að renna einu sinni yfir hann.
Réttarhylur er fallegur staður neðst á laxasvæðinu. Þar er langur bakki þar sem fiskur getur legið á þrem stöðum efst þar sem áin byrjar að renna í norður. Þar myndast hringstreymi og þar liggur laxinn öfugt og getur verið kúnst að fá hann til að taka. Grjóthrúga er í miðjum bakkanum. Þar liggur lax gjarnan og er mjög þægilegt að fá hann til að taka en því miður liggur fiskurinn frekar efst. Þegar lax er í göngu liggur hann neðst Í staðnum, þar sem grasbakkinn byrjar að lækka.
Silungabakki er neðsti skráði laxastaðurinn og hann er sjaldan veiddur. Lax fer að sjást þará haustin og liggur hann við grjóthrúgur í bakkanum.
Lax veiðist svo einnig á fyrstu fimm stöðunum á silungasvæðinu. Þetta eru ekki margir fiskar á hverju ári en það er um að gera að reyna þessa staði. Brúin yfir (no. 6) þjóðveginn hélt fiski í allt sumar. Skiptingar á laxasvæðinu eru frekar ruglingslegar en eiga sínar ástæður. Laxasvæðinu er skipt í A- og B-svæði. Á morgunvaktinni er veittá eina stöng á A-svæði og eina á B-svæði. Á seinni vaktinni er svo veitt á tvær stangir á B-svæðinu og A-svæðið hvilt. A-svæðið er frá Laxhyl og upp í foss og Bsvæðið frá Túnhyl niður fyrir Silungabakka. Ástæðan fyrir þessu er að fyrir mörgum árum hrundi veiðin og þá var A-svæðið friðað og eingöngu veitt á B-svæðinu. Þegar veiði fór svo aftur að glæðast var byrjað að veiða A-svæðið á eina stöng fyrir hádegi.