Laxá í Mývatnssveit

Laxá í Mývatnssveit
Eftir Jón Eyfjörð
Ljósmyndir Rafn Haffjörð og fleiri
Laxá í Þingeyjarsýslu á upptök sín í Mývatni en þaðan kemur bróðurpartur þess vatns sem myndar hið jafna rennsli árinnar. Kráká leggur einnig til vatn í Laxá en Kráká kemur upp undan hrauninu í Krákárbotnum, sunnan Sellandafjalls. Laxá kemur úr Mývatni í þremur kvíslum sem heita Ytrikvísl, Miðkvísl og Syðstakvísl. Ytrikvísl og Miðkvísl koma saman við Ytri-Tanga, rétt neðan Geirastaðaskurðar, og síðan sameinast kvíslarnar við Hagatá.
Svæðinu er skipt upp í 8 veiðisvæði og eru tvær stangir á öllum svæðunum nema Helluvaði og Hofsstöðum, þar eru þrjár stangir. Alls er því veitt á 18 stangir á svæðinu en reglan er sú að ætíð eru tvær stangir hvíldar. Fluquboxið þarf að innihalda bæði straumflugur, þurrflugur og púpur. Best er að láta aðstæður ráða hvað verður fyrir valinu hverju sinni en algengustu flugurnar eru Black Ghost, Gray Ghost, Þingeyingur, Rektor og ýmsar gerðir af Nobblerum. Þá eru Mýsla, Krókur, Pheasant Tail, Watson' s Fancy og Héraeyra þess virði að hafa þær meðferðis.
Það er ógerningur að telja upp alla veiðistaði svæðanna 8. Því verður aðeins tæpt á þeim helstu og sú aðferð notuð að byrja efst á vesturbakka árinnar. og halda niður með henni. Þá er farið yfir eyjarnar tvær, Geldingaey og Hofsstaðaey, og endað með því að fara niður með austurbakkanum.
Arnarvatn
Tveggja stanga svæði. Ekið er sem leið liggur frá veiðihúsinu, yfir brúna á Laxá, beygt til vinstri og ekið upp að hliði sem er á girðingunni við þjóðveginn. Ekið er eftir troðningi alla leið upp að göngubrúnum yfir í Geldingaey og þar við brýrnar hefjum við ferðina.
Geldingaeyjarbrýr
Hægt er að veiða bæði ofan og neðan við brýrnar. Ef veitt er ofan við er rétt að fara varlega, þar sem silungurinn liggur oft alveg uppi við landið. Ef veitt er neðan brúar er best að byrja alveg fast uppi við brúna og kasta þvert yfir strenginn. Silungurinn liggur oftast í útjaðri straumsins og stundum tekur hann ekki fyrr en komið er alveg niður þar sem straumurinn tekur að dvína.

Sauðavað
Segja má að veiðistaðurinn byrji rétt neðan Sauðavaðsskerja. Vaðið er grunnt og auðvelt yfirferðar. Þarna eru pollar og lítil straumköst um allt og þar heldur silungurinn sig. Einnig má fá fisk alveg uppi við land. Neðan við nefið, sem gengur þarna út í ána, dýpkar svo áin og þar er einnig hægt að fá silung. Sauðavaðið er ágætur veiðistaður, sérstaklega þegar líða tekurá sumarið, og ættu veiðimenn að kíkja þarna upp eftir, eigi þeir veiði á Arnarvatni.
Gunnlaugsvað
Þessi veiðistaður tekur nánast við af Sauðavaði. Hér má sjá hrófá bakkanum og fram undan því er ágætur veiðistaður. Hægt er að veiða hann frá landinu. Einnig er hægt að vaða þarna fram og aftur og veiða á báðar hendur í pollunum sem þar eru. Að öðru leyti vísast til þess sem sagt er um staðinn í kaflanum um Geldingaey. Veiðimönnum er ráðlagt að byrja veiðar á Gunnlaugsvaði frá bakka og kasta alltafá undan sér þegar vaðið er.
Ferjustaður
Þegar veiði sleppirá Gunnlaugsvaði tekur Ferjustaðurinn við. Hér er oft gott að vera þegar skyggja tekur en ómögulegt er að segja til um hvar best sé að bera niður vegna þess að hér breytir áin sér árlega. Ágætt er því að vaða og finna hvar aðalállinn liggur og veiða hann. Oftast er best að veiða alveg niðri á móts við Hagatána, eða þar sem Geirastaðakvíslin sameinast Syðstukvísl.
Steinsrass
Næst berum við niður við Steinsrass. Allur flóinn, frá beygju niður á brot, heitir þessu einkennilega nafni. Hér er veitt alveg ofan frá hávaðanum og niður á brot. Oftast tekur silungurinn niðri við brotið en einnig fæst fiskur um miðbik flóans. Þar er talsvert djúpt og straumþungt og oft gefst vel að kasta stórum straumflugum þvert á straum, leyfa þeim að sökkva smávegis og strippa svo mjög hratt yfir svæðið. Þá gefur það oft veiði að veiða andstreymisá litla kúluhausa alveg meðfram bökkunum.
Þuríðarflói
Einn af skemmtilegustu veiðistöðunum á svæðinu. Þetta er í raun stór og mikill flói. Eftir honum miðjum gengur venjulegast sandeyri en misjafnt getur verið milli ára hversu langt upp eftir hún nær og hversu langt út í straum óhætt er að fara. Ráðlagt er að vaða út á eyrina neðarlega í flóanum og vaða upp eftir. Hægt er að veiða álinn meðfram landinu og einnig er hægt að veiða Í aðalstraumnum. Oftast tekur silungurinn niðri undir hólmanum sem lokar flóanum til norðurs.
Ærhelluflói
Veitt er af bakkanum og byrjað að kasta uppi í hávaðanum meðfram hólmanum sem er efst í flóanum. Veitt er alveg niðurá brot en oftast tekur silungurinn niðri við vatnsmælinn sem þarna er. Gott getur verið að kasta langt og reyna að ná alveg að hólmahorninu. Þar tekur silungurinn stundum.
Hólmgeirsvík
Hér er best að veiða frá bakkanum og kasta alveg eins og tækni og kraftar leyfa. Byrjað er alveg uppi við nefið og oftast tekur silungurinn þar sem hlé er að finna fyrir straumnum. Það er helst neðarlega á veiðistaðnum.
Helluvað
Næsta svæði er Helluvað þar sem veitt er á þrjár stangir. Oftast er veitt úr eyjunum en einnig er hægt að veiða svæðið af vesturbakkanum. Það er þó ekki nærri því eins algengt. Ekið er örlítið norður fyrir Helluvaðsbæi og billinn skilinn eftir á stæði, rétt við þjóðveginn. Þaðan er svo gengið til baka, yfir brúna á Helluvaðsá og á göngubrú yfir í Hrútey. Gengið er austur yfir eyjuna að fyrsta veiðistaðnum og einum þeim frægasta á svæðinu, Brotaflóa.
Brotaflói
Það er ágætisregla að byrja að kasta af bakkanum við efra merkið og kasta á undan sér þegar vaðið er. Hér vaða menn þangað sem samviskan býður að hægt sé að vaða. Byrja að veiða í hávaðanum efst og niður undir hornið Hofsstaðamegin. Þá er ágætt að vaða aðeins til baka og fara niður fyrir flúðirnar sem eru á móts við hornið. Veiða síðan álinn þar neðan við. Vaða síðan til baka í átt að Hrúteynni og kasta alltaf á undan sér. Það eru steinará leiðinni í land og sést móta fyrir þeim í straumnum. Þar er stundum silungur. Best er síðan að vaða annað hvort niður flóann og veiða á undan sér alla leið niður að Brothólmum ellegar fara í land. Sé sá kostur valinn er ágætt að komast í land ofan við áðurnefnda steina en varasamt getur verið að fara þarna um því djúpur áll liggur meðfram eyjunni. Þegar í land er komið er ágætt að veiða af bakkanum niður undir Strákakvísl.
Þá höldum við upp að ármótum Helluvaðsár og Laxár. Stundum er silungur þar en ekki þarf að eyða löngum tíma þarna. Hér höldum við niður með ánni.
Sauðavað
Þegar búið er að kasta í ármótin þar sem Helluvaðsáin kemur út í Laxá er gott að rölta niður með kvíslinni vestan megin á Hrútey og byrja að veiða á Sauðavaði. Þetta er lítill veiðistaður, grunnur en talsvert straumharður. Sjaldgæft er að fá marga silunga þarna en oftast tekur hann niðri við efra hornið á hólmanum sem þarna er.
Þóruvað
Þegar þessi staður er veiddur er nauðsynlegt að veiða meðfram bökkunum og undir þeim. Þar liggur oft silungur, sérstaklega á vorin. Ef það dugir ekki getur verið happadrjúgt að vaða út á vaðið og veiða það niður að hólmanum sem lokar vaðinu til norðurs. Þar tekur silungurinn oftast.
Býlduhylur
Gott er að byrja að veiða niðri á brotinu þar sem fellur út úr hylnum til vesturs. Silungurinn virðist ekki fara fram af brotinu heldur flytja sig upp í hylinn þegar hann verður var við mannaferðir. Eftir að búið er að kasta á brotið og neðri part hylsins er ágætt að ganga upp fyrir lækinn sem rennur þarna úr Strákakvíslinni og byrja að kasta þar sem áin kvíslast til vesturs, meðfram hólmanum sem þarna er. Veiða síðan alveg niður að horni. Eins er stundum hægt að krækja í silung undir bökkunum þar sem áin er lygnust og eins þar sem áðurnefnd lækjarspræna kemur út í hylinn.

Steinbogaey
Það er svolítill spölur að ganga niður í Steinbogaey. Fyrsti veiðistaðurinn þar er af göngubrúnni yfir í eyjuna. Þar fyrir neðan er oft talsvert af silungi, en sjaldnast stórum.
Stekkjarhagi
Þennan stað er best að byrja að veiða við hólmann sem raunverulega er ofan við Stekkjarhagann. Hér liggur væni silungurinn gjarnan undir bökkunum og því er sjálfsagt að kasta á undan sér niður með og fara ofur varlega. Sökklina og púpur hafa oft gefið góða veiði hér.
Stekkjarskerjapollur
Hér fellur áin fram af talsverðum stalli til vesturs og þar myndast brot. Algengt er að silungurinn taki alveg fremst á brotinu svo óhætt er að þverkasta á það og strippa fluguna tiltölulega hratt yfir. Taki fiskur þarna er ákaflega mikilvægt að halda honum inni í pollinum en missa hann ekki fram af brotinu. Eins fæst stundum fiskur við útfallið til norðurs en það er sjaldgæfara.
Brettingsstaðir
Nú höldum við niður á veiðisvæði það sem kennt er við Brettingsstaði, tveggja stanga svæði. Ekið er frá veiðihúsinu, yfir brúna á Laxá og í áttina til Akureyrar. Farinn er afleggjari til hægri, skömmu áður en komið er að vegamótunum við Stöng. Slóðinn er fær alveg niður að göngubrú við Hólkotsgil. Við ökum þó ekki alla leið þangað heldur leggjum bilnum á stæði ofan við Vörðuflóa.
Strengir
Gengið er niður að ánni við Vörðuflóann og haldið upp með henni, upp fyrir Þúfuna, langleiðina upp að girðingu. Þar er straumurinn stríður og stundum er hægt að krækja í stóra silunga hér. Straumurinn gerir allar tökur á þessum stað afar eftirminnilegar. Við þær aðstæður sem hér eru, er gott að vera með hraðsökkvandi línu þegar veitt er með straumflugu og oft hefur gefist ágætlega að reyna hér púpuveiði, uppstreymis, meðfram bakkanum.
Vörðuflói
Oftast er byrjað að kasta á móts við Þúfuna en það er ekki algilt. Allt eins er hægt að fá silung á leiðinni ofan úr Strengjum. Hér er ákaflega erfitt um bakkast svo öll nef sem ganga út í ána eru vel þegin. Þegar neðar kemur í flóann er hann lygn og það er á kvöldin sem ævintýrin gerast hérá þessum stað.
Hólkotsflói
Ekki er neinum ráðlagt að ganga niður með ánni að Hólkotsflóa. Heldur er ekið niður að göngubrúnni við Hólkotsgil og bílnum lagt þar. Hólkotsflóinn er djúpur og straum
VANTAR KAFLA ÚR SKÖNNUN
að kasta upp að landinu og frekast er að silungurinn taki við efra hornið á hólmanum sem lokar þessum veiðistað til norðurs. Einnig er stundum hægt að krækja í silung ofar og því er ráðlagt að byrja að kasta fljótlega eftir að áin kemur úr þrengslunum.
Skriðuflói
Stór, mikill og fornfrægur veiðistaður. Best er að byrja að veiða út frá horninu þar sem áin byrjar að breiða úr sér. Vaða siðan út og veiða efst í strengjunum, ganga síðan niður eftir sandeyrinni eins langt og hægt er og veiða í átt að Hofsstaðalandinu. Miðbik flóans er grunnt, straumlítið og vitt en þegar neðar kemur þrengist hann og dýpkar. Oft er hægt að næla í stóra silunga alveg efst í hávaðanum og einnig þar sem flóinn dýpkar aftur og þrengist. Annars er silungur oft um allan flóann.
Geldingatóftaflói
Hingað er um 15-20 mín. gangur frá Skriðuflóa og hér gildir það sama og þar. Best er að byrja veiðar efst við hornið þar sem áin byrjar að breiða úr sér. Síðan er vaðið út í og veitt meðfram landinu. Við grjótin, sem þar eru við bakkann, veiðist oft stór silungur. Einnig er oft hægt að fá silung í álnum meðfram eyjunni og líka alveg niðri við hólmann. Nú höldum við til baka og veiðum upp eyjuna að vestanverðu.
Vörðuflói
Stór og mikill flói og djúpur að sama skapi. Talsverður sandburður er hér og því getur verið varasamt að vaða mikið. Það getur þó reynst nauðsynlegt, því oft er hægt, sérlega þegar sólin er byrjuð að ganga undir, að fá Væna silunga þar sem skugginn fellur út í flóann frá Brettingsstaðalandinu. Kennileitin hér eru tvö nef sem ganga út í flóann. Hið efra þar sem flóinn byrjar að breiða úr sér. Hægt er að vaða út við efra nefið og veiða niður að neðra nefinu. Þar verður að fara í land því óvætt er til baka í eyjuna þar fyrir neðan. Ofan til við flóann eru strengir og eru þeir líka veiddir. Hér er oft veitt fram í rökkur og þegar skugginn er kominn yfir allan flóann má oft sjá stóra silunga velta sér í yfirborðinu.
Þúfa
Um 200 til 300 metrum ofan við flóann er lítil þúfa á árbakkanum og dregur veiðistaðurinn nafn sitt af henni. Hér háttar þannig til að hraunhryggur liggur úti í straumnum og er hann auðséður. Silungurinn liggur gjarnan við þennan hrygg eða ofan á Honum. Hér þarf því að kasta talsvert langt. Ef notaðar eru straumflugur getur verið betra að kasta ögn upp í strauminn, leyfa flugunni að sökkva aðeins og „strippa“ síðan mjög hratt.

Hafurseyjarvað
Á leiðinni upp að brú að vestan, þar sem eyjan er mjóst, er lítið vað út í Hafursey. Þar er stundum hægt að slíta upp einn og einn. Þessi staður er veiddur af bakkanum og tekur silungurinn oftast stutt frá landinu. Fleiri staðir verða ekki taldir upp en í Hofsstaðaey er einnig ógrynni ómerktra veiðistaða sem áhugavert er að kanna.
Nú höldum við hins vegar upp með ánni að austan, á efsta veiðisvæðið, Geirastaði.
Geirastaðir
Ekið er frá veiðihúsinu og beygt til vinstri þegar komið er út á þjóðveginn. Ekki er farið yfir brúna á Laxá heldur ekið rétt upp fyrir bæina Nónbjarg og Geirastaði. Þar er hlið sem aka þarf í gegnum. Ekið er yfir stífluna ofan við Geirastaðaskurðinn, áfram, alla leið upp að Miðkvísl. Þar höldum við upp á efsta veiðistaðinn, Mjósund. Veitt er á tvær stangir frá Geirastöðum.
Mjósund
Hér má segja að Laxá komi úr Mývatni og oft er þarna mikið af silungi sem erfitt getur reynst að fá til að taka. Fegurð staðarins bætir þó fiskleysið upp. Hér getur verið gott að vaða ögn og kasta alveg upp að hinum bakkanum.
Kaffiklettar
Kaffiklettar eru rétt neðan við lítinn hólma, Slæðuhólma. Best er að byrja að veiða af bakkanum því stundum tekur silungurinn neðan til við hornið, neðan við klettana. Ef það dugar ekki er ágætt að vaða eins og hægt er og kasta út á brotið.
Sprengiflói
Þessi veiðistaður er skammt neðan við Áshólmann. Hér er allt að því nauðsynlegt að vaða því silungurinn liggur oftast alveg undir bakkanum við Geldingaey. Í bakkanum þar er smárunni og er ágætt að miða við að kasta þar út af. Þarna er stundum hægt að krækja í stóra silunga.
Hólsnef
Næst er álitlegt að halda að Hólsnefi en svo nefnist veiðistaðurinn neðan við gamla silungastigann, gegnt Brunnhellishrói úr Geldingaey. Stiginn hefur reyndar verið fjarlægður. Best er að veiða rennuna sem liggur meðfram eyjunni, alveg niður að útfallinu. Hér hefur oft gefist vel að nota litlar flugur og kasta uppstreymis. Silungur getur verið hér um allan straum og því ráðlegt að fara varlega.
Hólsdráttur
Þessi veiðistaður tekur nánast beint við af Hólsnefi. Hér er ákaflega lygnt og fallegt. Staðurinn er lítill og því er óþarft að vaða mikið. Silungurinn tekur einna helst undir hinum bakkanum og ágætlega hefur reynst að nota litlar flugur hér. Nú er best að aka til baka, að stíflunni og hefja veiðar í Geirastaðaskurði.
Geirastaðaskurður
Einn vinsælasti og jafnframt gjöfulasti veiðistaðurinn á Geirastöðum. Um miðjan skurð rennur heimalækur þeirra Geirastaðamanna í skurðinn. Þar, alveg uppi við grjótbakkann og dulítið niður með honum, er algengast að silungurinn taki. Ef mikið vatn er í Skurðinum getur einnig verið happadrjúgt að kasta alveg uppi við stífluna. Þar er reyndar erfitt um vik fyrir bakkastið en stundum er það þess virði að prófa. Þá er gott að nota bakkastið til að koma flugunni alveg upp að berginu Geirastaðamegin. Þar sjást oft gríðarstórir silungar á sveimi en erfitt er að fá þá til að taka.
Ytri-Tangi
Neðan við Skurðinn er svo tangi sem nefnist Ytri-Tangi. Hér koma saman Ytrikvísl og Miðkvísl. Hér er ágætt að vaða út og kasta á undan sér. Síðsumars safnast silungurinn saman hérá hraunhellunni. Hann liggur í hraunbollum sem eru víða. Einnig tekur silungur oft uppi við grjótgarðinn við Geirastaðalandið. Hér er oft vaðið niður að Landhólma, yfir Miðmundarvað og veitt niður vikin. Hérna er best að nota flotlinu þar sem mjög grunnt er milli hraunbollanna.
Langavik
Efra vikið byrjar nánast rétt neðan við Miðmundarklettinn. Mikið lausagrjót er við hólmann og erfitt að fóta sig. Silungurinn tekur oftast efst í strengnum en það er auðvitað ekki algilt hér fremur en annars staðar.
Stóravik
Skammt fyrir neðan Langavik er svo Stóravik. Silungurinn er oftast í aðalstrengnum, svo best er að byrja að veiða efst í honum og halda niður með. Oft er hér smásilungur en stundum er hægt að krækja í stærri silunga.
Ferjuhólmi
Á móts við Hagatá er lítill grjóthólmi sem nefnist Ferjuhólmi. Þangað er ágætt að vaða og veiða þaðan. Aðalstrengurinn er veiddur svo og hellan fyrir neðan hólmann. Einnig er hægt að vaða niður fyrir helluna og veiða straumskilin, alveg upp við Arnarvatnslandið.
Hofsstaðir
Hofsstaðaveiðar taka við af Geirastaðaveiðum og þar er veitt á þrjár stangir. Við byrjum efst og höldum niður ána. Bíllinn er skilinn eftir við gamla brúarstæðið á Laxá og gengið upp með ánni.
Steinsrass
Þessi veiðistaður er rétt fyrir ofan gömlu brýrnará þjóðveginum. Ágætt er að byrja að kasta alveg efst í hávaðanum og veiða niður á brotið. Hér er alldjúpt og straumþungt svo ráðlegt er að nota línur sem sökkva, sérlega efst, þar sem straumurinn er mestur. Einnig er ágætt að veiða uppstreymis á kúluhausa alveg meðfram bökkunum.
Þuríðarflói
Það er ágætt að ganga niður að Þuríðarflóa frá Steinsrassi. Flóinn er veiddur frá bakkanum og oftast byrja menn að veiða hann efst. Eftir flóanum nánast miðjum er sandeyri. Þessi eyri getur breyst frá ári til árs og oft er silungurinn alveg við sandeyrina. Þá getur verið gott að geta kastað langt og komið flugunni yfir aðalstrauminn. Stundum tekur silungurinn alveg undir bökkunum en oftar tekur hann niðri við hólmann neðst.
Ærhelluflói
Rétt fyrir neðan Þuríðarflóann er vatnsmælir á vesturbakkanum. Rétt fyrir ofan hann er hólmi og best er að veiða kvíslina milli lands og hólmans. Einnig er silungur stundum fyrir neðan hólmann.
Víkin
Neðan við Ærhelluflóann eru nokkur vik. | þeim getur hittst á silung. Sérstaklega er vikið gegnt Hólmgeirsviki álitlegt. Þar eru silungarnir oftast frekar vænir. Einnig er tímanum ágætlega varið að ganga niður með bökkunum og kasta á leiðinni niður í Brotaflóa.
Brotaflói
Flóinn er einn vinsælasti veiðistaðurinn á öllu efra svæðinu og mikið veiddur. Ef veiðimenn ætla sér beint í flóann er ágætt að ganga beint frá veiðihúsinu en einnig er hægt að vaða yfir úr Helgey, Helluvaðsmegin, náist um það samkomulag við veiðimenn þar. Hér, sem víðar, byrja menn gjarnan að veiða uppi í hávaðanum. Þar er oft vænn silungur en tekur illa. Það er samt þess virði að prófa. Þegar komið er niður á hornið er vaðið þaðan yfir lítinn en talsvert djúpan ál. Byrjað er að kasta í hylinn beint neðan við brotin og állinn veiddur niður með. Einnig er ágætt að vaða niður með hólmanum sem þarna er og veiða alveg niður að brotunum neðst.

Skötueyjarvað
Næst er haldið niður að Skötueyjarvaði. Þar er ágætt að byrja að kasta frá bakkanum og veiða vikið ofan við brot. Ef enginn silungurinn tekur þar er vaðið út rétt neðan við hávaðann og veitt alveg niður að broti. Rétt er að fara að öllu með gát hér því botninn er ósléttur og straumurinn þungur.
Lambeyjarstrengur
Ain fellur fram af hraunstalli rétt ofan við Steinbogaey og rennur meginstraumur hennar til norðurs. Þar er nefndur Lambeyjarstrengur. Neðarlega í strengnum er lítill hólmi og silungurinn liggur oft alveg við neðra hornið á þeim hólma. Einnig fæst silungur í aðalstrengnum og rétt er að vera hér við öllu búinn því stutt er fram af næsta hraunstalli og erfitt getur verið að hemja stóran fisk hér, því hann leitar strax niður í útfallið. Hér hafa mörg ævintýrin gerst.
Þegar neðri hluti svæðisins er veiddur er best að aka niður að Hofsstaðabænum og leggja bilnum þar. Þaðan er einnig tiltölulega stuttur spölur upp með ánni að Skötueyjarvaði.
Pollur
Þessi veiðistaður er gegnt efsta veiðistaðnum á Hofsstaðaey, Gaflinum. Þar hagar þannig til að djúpur hylur er neðan við flúðir eða lítinn foss. Lítill hraundrangi gengur alveg fram í ána við miðjan hyl. Gott er að byrja ofan við drangann og veiða alveg niður að broti.
Garðsendi
Þessi veiðistaður er nánast beint niður undan Hofsstaðabænum. Hér myndar áin lítið vik og kemur sandbakki örlítið út í vikið. Silungurinn liggur gjarnan uppi við þennan sandbakka og einnig úti í straumnum, inni á milli grjótanna sem sjást auðveldlega.
Ferjustaður
Dálítið labb er niður að næsta veiðistað. Þetta er langur staður og lætur lítið yfir sér. Best er að byrja að kasta efst, þar sem straumurinn verður minni, og veiða alveg niður að hólmanum sem lokar staðnum til norðurs.
Skriðuflói
Stór og mikill veiðistaður og oftast veiddur frá bakkanum. Eftir flóanum miðjum liggur sandeyri og er állinn milli hennar og landsins helst veiddur. Byrjað er að veiða alveg uppi í strengjunum en þar er oft hægt að fá stóra silunga. Eftir því sem norðar kemur í flóann, dýpkar hann og það má alveg veiða flóann niður lygnurnar, alveg norður að útfalli. Mikill gróður er við flóann neðanverðan og því erfitt um bakkast.
Geldingatóftaflói
Stóri silungurinn liggur hér efst, innan um stórgrýti. Hér er veitt af bakkanum niður með landinu, alveg niður að hólmanum sem lokar þessum veiðistað. Hér getur verið gaman að eyða talsverðum tíma og það er spennandi að veiða innan um stórgrýtið efst í flóanum. Hér, eins og í Skriðuflóa, er sandeyri eftir miðjum flóa og hægt er að vaða út á þessa eyri, nánast hvaðan sem er. Þegar þangað er komið er líka hægt að veiða litla álinn sem liggur meðfram Hofsstaðaey.
Hamar
A Hamri er veitt á tvær stangir. Ekið er frá veiðihúsinu, yfir brúna á Laxá og í áttina til Akureyrar. Skömmu áður en komið er að afleggjara sem liggur upp að bænum Stöng er beygt til hægri og ekið eftir slóðanum niður heiðina. Bíllinn er skilinn eftir við göngubrúna við Hólkotsgil og gengið yfir á austurbakkann.
Hólkotsflói
Þetta er djúpur og straumþungur veiðistaður og því gott að nota hér sökklinur og stórar straumflugur eða veiða andstreymis með litlum púpum eða kúluhausum meðfram bökkunum. Oftast er byrjað alveg efst og veitt alveg niður í þrengslin. Silungurinn tekur gjarnan inni í litlu víkinni sem þarna er rétt ofan við stóran klett sem skagar fram í ána.
Hesthúsflói
Hér er yfirleitt byrjað að kasta stuttu neðan við lítinn hólma, efst í flóanum. Hraunhryggur liggur eftir miðjum flóa og því þarf að kasta hér alllangt. Silungurinn liggur yfirleitt við þennan hrygg og tekur oftast fljótlega eftir að flugan lendir. Kastað er frá bakkanum því mikið dýpi er hér og straumur talsvert þungur.
Hellupollar
Rétt fyrir neðan flóann, eða neðst í flóanum, rétt áður en áin fellur í gegnum þrengslin, er hraunhella. Á hellunni eru litlir bollar og þar liggur oft silungur. Ekki er ráðlegt að eyða þarna löngum tíma en þó er rétt að kasta nokkrum sinnum á þenna fallega stað.
Strákaflói
Stuttu neðan við þrengslin gengur litið nef út í ána. Þar er merki og þar er hægt að vaða út í flóann. Einnig er hægt að ganga niður með bökkunum og veiða frá landinu, alveg niður að Guðjónsflúð, sem er rétt ofan við Hrafnsstaðaey. Sé hins vegar vaðið út er hægt að veiða á báðar hendur alla leið niður að eyju. Flóinn er straumþungur og grýttur, sérlega ofan til, og því er nauðsynlegt að fara varlega. Hér er oft hægt að ná Í mjög góða veiði, sérlega er stór silungur ofan til í flóanum. Hann liggur gjarnan í vari af stórum steinum og í hraunbollum víðs vegar um flóann. Það er ágætt að taka tvær til þrjár klukkustundir í að veiða niður flóann, að Strákavaði. Þar er gott að vaða í land og hvíla sig fyrir veiðar við Hrafnsstaðaey.
Hrafnsstaðaey
Hægðarleikur er að veiða allt í kring um eyjuna. Ef veitt er úr landi er kastað frá Guðjónsflúðinni niður kvíslina meðfram landinu, alla leið niður að útfalli þar sem kvíslinfellur fram af litlum hraunstalli. Einnig er hægt að veiða þar sem kvíslin sameinast aðalstraumnum neðan til við eyjuna. Svo er hægt að vaða út Í eyjuna og þá er ágætt að fara út rétt ofan við títtnefnda Guðjónsflúð. Kasta á undan sér alveg að eyjunni. Vaða síðan út í Brettingsstaðakvíslina og veiða hana alveg niður í þrengslin. Einnig er ágætur veiðistaður við eyjarendann að ofan og eins er rétt að tritla niður Í straumskilin þar sem Hamarskvíslin og Brettingsstaðakvísl koma saman.
Nónvik
Talsverður gangur er niður að næsta veiðistað. Það getur þó reynst erfiðisins virði að kíkja þarna niður eftir því staðurinn er fallegur og gefur oft góða silunga. Oftast tekur silungurinn neðan við litlu flúðirnar og eins meðfram bakkanum, neðan til við vikið. Einnig er hægt að vaða út Í og veiða aðalstrauminn. Það er þó ekki ráðlegt fyrr en búið er að veiða frá bakkanum.
Hamarsnes
Þetta er neðsti veiðistaðurinn sem tilheyrir Myvatnsveiðunum og jafnframt sá efsti á Ljótsstöðum í Laxárdal og heitir þá eftir hólmanum, Varastaðahólmi. Ekki er nema 10 min. gangur að hólmanum frá Nónviki og það er oftast þess virði að bæta þessum spotta við. Veitt er í vikinu við hólmann og frekast er að fá stóra silunga ofarlega uppi í straumnum.
Þá er þessari yfirferð um helstu veiðistaði Laxár í Mývatnssveit lokið. Stiklað hefur verið á stóru og helstu staðir nefndir en einnig er að finna ógrynni ómerktra veiðistaða. Ain hefur að geyma einstakan urriðastofn og umhverfi árinnar er sérstakt og fallegt. Veiðimenn eru minntir á að loka alltaf hliðum á eftir sér og skilja ekkert eftir sig á árbakkanum nema sporin sín. Þetta gildir jafnt um sígarettustubba, tómar dósir og fernur utan af ýmsum drykkjum. Það er miklu minna mál að setja tómar umbúðir aftur Í pokann sinn en að leita að gjótu til að troða þeim í. Göngum um veiðisvæðin eins og við viljum koma að þeim.