Sportveiðiblaðið er farið í prentun og væntanlegt í næstu viku. Stútfullt blað á 35 ára afmælisári blaðsins!

Það er einfalt og ódýrt að gerast áskrifandi hér á heimasíðu okkar -www.sportveidibladid.is

Meðal efnis í blaðinu er að finna viðtal við stórveiðibræðurnar Aðalstein, Pétur og Þórð Péturssyni og einnig við Reimar Ásgeirsson uppstoppara, Bubba Morthens og Ingvi Hrafn kveður veiðiskapinn. Ýmsar minni greinar og veiðistaðalýsingar á Grímsá, Ytri-Rangá og Skjálfandafljóti.

Blaðið er mun þykkra en venjuleg þannig að lesendur ættu að fá extra mikið fyrir sinn snúð.

Þeir sem eiga hálfa frystikistu af hreindýrahakki geta nýtt uppskrift Bjarka Gunnarssonar af sínum eftirlætis hreindýraborgara.

Nú styttist hratt i að klak toppflugunnar og þá er ekki ónýtt að eiga eitthvað af flugunni Langskegg. Í Fluguhnýtingahorninu má finna þar uppskrift og mynd af upprunalegu útgáfunni frá höfundi, Erni Hjálmarssyni.

Bjarni Júlíusson spáir í komandi laxveiðitímabil og fiskeldisfyrirtæki fá orð frá Oddi Hjaltasyni.

Njótið vel!

Sportveiðiblaðið

 

Samskiptamiðlar