Print

 

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið í dreifingu og geta áskrifendur vænst þess að fá það sent heim að dyrum í vikunni. Ef þú ert ekki þegar áskrifandi er auðvelt að gerast áskrifandi á www.sportveidibladid.is

Í blaðinu er farið um víðan völl og má þar nefna viðtal við Þröst Elliðason um fiskirækt og veiðileyfasölu, Jóhann Davíð fer með okkur á Kólaskaga, Pétur Þór Gunnarsson segir okkur frá ótrúlegu ævintýri sem hann lenti í fyrir mörgum árum er hann veiddi 4 laxa yfir 20 pund á skömmum tíma og Oddur Hjaltason birtir grein um áhrif virkjana á laxveiðiár. Kalli Lú er með pistil um gædalíf á bökkum Langár, Jói byssusmiður fer yfir helstu atriðin við hreinsun á haglabyssum... svo fátt eitt sé nefnt. 

Forsíðumyndin er af Díönu Guðmundsdóttur og ritar hún frásögn af ógleymanlegri stund þegar hún fékk fyrsta flugulaxinn.

Nú er bara að njóta veiðimaður góður. Endilega deilið og dreifið boðskapnum þannig að enginn þurfi að láta sér leiðast yfir hátíðarnar!

Sportveiðiblaðið

Njótið vel.